Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hótanir í garð Meghan raunverulegar og andstyggilegar

epa07128039 Britain's Prince Harry, Duke of Sussex (2-R) and his wife Meghan, Duchess of Sussex (R) greet the crowd at Pukeahu National War Memorial Park in Wellington, New Zealand, 28 October 2018. The Duke and Duchess of Sussex are on a three-week tour of Australia, New Zealand, Tonga, and Fiji.  EPA-EFE/ROSA WOODS / POOL AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Hótanir í garð Meghan, hertogaynju af Sussex og eiginkonu Harrys Bretaprins, meðan hún gengdi störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna, voru andstyggilegar og mjög raunverulegar. Þetta segir Neil Basu, fráfarandi aðstoðarlögreglustjóra Lundúnarlögreglunnar.  

Hann segist skilja að Meghan hafi fundist steðja að sér ógn meðan hún starfaði enn innan bresku konungsfjölskyldunnar að því er segir á vef BBC. Fólk hafi verið sótt til saka vegna hótananna.

Basu, sem var einnig um tíma yfirmaður hryðjuverkadeildar ensku lögreglunnar, var í síðasta viðtali sínu sem aðstoðarlögreglustjóri Lundúnarlögreglunnar, hjá fréttastofu Channel 4.

„Ef þú hefðir séð það sem var skrifað um hana, fengið hótanirnar sem hún fékk og umræðuna um hana á netinu, og ekki vitað það sem ég veit, þá myndi þér líka finnast stanslaust steðja að þér ógn.“

Aðspurður hvort hótanir í garð hennar frá hægri öfgahópum hafi verið ósviknar svaraði hann afdráttarlaust játandi.

Meghan og Harry Bretaprins sögðu sig frá stöfum konungsfjölskyldunnar og fluttu til Kaliforníu í Bandaríkjunum 2020. 

Í viðtali sem þau veittu Opruh Winfrey í fyrra sagðist Meghan hafa íhugað að vinna sjálfri sér mein, svo erfitt hafi lífið innan konungsfjölskyldunnar reynst henni. Hún sagðist ekki hafa fengið þá andlegu hjálp sem hún þurfti eftir að hún varð hluti af fjölskyldunni. 

Hjónin sögðust einnig hafa fundið fyrir kynþáttahatri innan konungsfjölskyldunnar og í viðtalinu kom fram að Harry hafi verið spurður að því af einum í fjölskyldunni hve dökkur á hörund sonur þeirra Meghan, Archie, yrði.