Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sakfelldir fyrir samsæri um uppreisn gegn ríkinu

29.11.2022 - 23:09
epa08692604 Two men who claim to be part of  the Oath Keepers guard a filling station, as protestors gathered to protest the results of a grand jury indictment of three counts of wanton endangerment of former Louisville police officer Brett Hankison; in Louisville, Kentucky, USA, 23 September 2020. Hankison was involved in the death of Breonna Taylor during a no knock police raid in Louisville on 13 March 2020. Two other officers involved were not charged. According to media reports, two officers were shot and injured near a protest site in Louisville. Their condition is unknown.  EPA-EFE/Mark Lyons
 Mynd: EPA
Tveir liðsmenn öfgasamtakanna Oath Keepers voru í kvöld sakfelldir fyrir samsæri um að gera uppreisn gegn bandaríska ríkinu. Stewart Rhodes, stofnandi samtakanna, var dæmdur fyrir að leggja á ráðin um vopnaða uppreisn sem átti að koma í veg fyrir að bandaríska þingið staðfesti úrslit forsetakosninganna í janúar á síðasta.

Oath Keepers er hópur íhaldssamra aðgerðasinna sem telja alríkisstjórnina skerða réttindi sín. Hópurinn hefur einna helst leitað til núverandi og fyrrverandi her- og lögreglumanna í von um liðsstyrk. 

Rhodes, yfirleitt með lepp fyrir öðru auganu eftir að hafa skotið sjálfan sig, er eitt þekktasta nafnið í hópi þeirra sem ákærðir voru fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar á síðasta ári. 

Saksóknari lagði á það áherslu að Rhodes og félagar hans hefðu ætlað að beita valdi til að koma í veg fyrir að þingið gæti staðfest sigur Joes Biden í forsetakosningunum. 

Rhodes fór sjálfur ekki inn í þinghúsið en var talinn hafa lagt á ráðin um aðgerðir samtakanna. Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur og dulkóðuð skilaboð af Signal.