Þessari reglu hefur reyndar verið fylgt um árabil hjá mörgum sveitarfélögum víða um land, en ekki á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi flokkunarreglur eru í gildi.
Fjórir sorpflokkar
Nú stendur til að samræma þessar reglur í áföngum á næsta ári. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu segir að flokkun í sorptunnur við íbúðarhús og fyrirtæki verði fjórþætt; pappír, plast, lífrænn úrgangur og blandaður úrgangur. Gler, járn og textíll (föt) fari síðan í grenndargáma.
Tunnur fyrir þessa fjóra flokka verða settar upp við íbúðarhús og fyrirtæki. Hægt verður að fá tvískiptar tunnur ef menn kjósa svo. Áætlað er að núverandi fyrirkomulagi verði skipt út í áföngum á næsta ári á höfuðborgarsvæðinu.
Gunnar Dofri fer yfir nýju reglurnar og hvernig staðið verður að innleiðingu nýju reglnanna í viðtalinu í spilaranum hér að ofan.