Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Maður dagsins: Marcus Rashford

epa10337401 Marcus Rashford of England reacts during the FIFA World Cup 2022 group B soccer match between Wales and England at Ahmad bin Ali Stadium in Doha, Qatar, 29 November 2022.  EPA-EFE/Georgi Licovski
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Maður dagsins: Marcus Rashford

29.11.2022 - 22:48
Á hverjum degi HM í fótbolta velur íþróttadeild RÚV leikmann eða lið dagsins. Á þessum tíunda keppnisdegi varð fyrir valinu Marcus Rashford leikmaður Englands er skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Wales í kvöld.

Leikmaður Manchester United frá sjö ára aldri

Marcus Rashford er fæddur 31. október 1997 í Manchester Englandi. Það má með sanni segja að Marcus Rashford sé uppalinn í starfið sem hann gegnir í dag sem er leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þar sem Rashford er alin upp í knattspyrnuskóla Manchesterliðsins.

Rashford kom fyrst inn á í leik á móti MidJylland í Evrópukeppninni í febrúar 2016 og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í þeim leik. 

Leikurinn er kom Marcus Rashford á kortið í febrúar 2016

Fyrsti úrvalsdeildarleikur Rashford var svo á móti Arsenal þremur dögum eftir leiknum á móti MidJylland. Síðan í febrúar 2016 hefur Rashford leikið í 322 leikjum með uppeldisliði sínu og skorað í þeim 101 mörk.

Landsliðið kallar

Árangur Rashford vakti athygli innanlands sem varð til þess að hann var kallaður inn í landslið Englands í maí 2016 fyrir Evrópumótið það ár. Það var svo 27. maí er hann spilaði sinn fyrsta leik með landsliðinu. Líkt og í fyrsta leik með aðalliði Manchester þá skoraði Rashford annað tveggja marka Englands í 2-1 sigurleik á móti Austurríki á EM 2016 og varð yngsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins til að skora í byrjunarleik sínum. Markið sem hann skoraði kom eftir aðeins tveggja mínútna leik.

Fyrsta mark Rashford með Englandi kom í leik á móti Austurríki á EM 2016

Rashford hefur tekið þátt í tveimur Evrópumótum UEFA eða árið 2016, þar sem hann var yngsti leikmaður mótsins og svo aftur 2020 þar sem hann spilaði úrslitaleikinn á móti Ítalíu er England tapaði í vítaspyrnukeppni.  Einnig hefur Rashford tekið þátt í tveimur heimsmeistaramótum, fyrst 2018 og svo núna 2022.