Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ferðatöskumorðinginn framseldur til Nýja-Sjálands

29.11.2022 - 04:00
Mynd með færslu
 Mynd: AP
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa framselt til Nýja-Sjálands konu sem bíður ákæra fyrir að hafa myrt tvö börn. Konan er nýsjálenskur ríkisborgari en kóresk að uppruna.

Hún var handtekin í Kóreu, þar sem hún býr, í september eftir að líkamsleifar tveggja barna fundust í ferðatösku í Nýja-Sjálandi.

Ferðatöskurnar tvær enduðu fyrir tilviljun í höndum fjölskyldu í Auckland, sem keypti ýmsa gamla muni á uppboði frá geymslufyrirtæki í borginni í síðustu viku. Venjan á slíkum uppboðum er að fólk kaupi muni án þess að skoða þá fyrirfram. Fjölskyldan hafði strax samband við lögreglu þegar heim var komið og þeim varð ljóst að það væru líkamsleifar í töskunum.

Lögregla telur að líkin hafi verið geymd í ferðatöskunni í mörg ár en börnin tvö voru líklega um fimm og tíu ára gömul þegar þau létust. Tengsl konunnar við börnin hafa ekki verið gefin upp.