Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fangar á dauðadeild stefna japanska ríkinu

29.11.2022 - 08:14
epa01906569 'The Electric Chair' (2009) by British artist Lindsay Brown (visitors can use the chair to make audible the electromagnetic field that surrounds them), at the Shift Electronic Arts Festival in Muenchenstein near Basel, Switzerland, 22 October 2009. The exhibition takes place at the Dreispitzhalle and the Schaulager from 22 to 25 October 2009.  EPA/GEORGIOS KEFALAS
 Mynd: Georgios Kefalas - EPA
Þrír fangar á dauðadeild í Japan hafa stefnt japanska ríkinu en þeir halda því fram að hengingar séu ómannúðleg leið til að taka fanga af lífi og þeim ætti að hætta. Mennirnir fara einnig fram á um þrjátíu milljónir króna fyrir þær sálarkvalir sem þeir hafa þurft að líða vegna yfirvofandi örlaga sinna.

Japan er auk Bandaríkjanna eitt fárra iðnríkja heims sem leyfa dauðarefsingar. Allar eru þær framkvæmdar með hengingum og þannig hefur það verið í landinu í hundrað og fimmtíu ár.

Um hundrað fangar eru á dauðadeildum japanskra fangelsa, mest megnis fjöldamorðingjar. Fangarnir þurfa oft að bíða árum saman eftir að vera teknir af lífi, og þeir fá ekki að vita hvenær það verður gert fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir aftöku.

alexanderk's picture
Alexander Kristjánsson