Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bjartsýn á samninga

29.11.2022 - 16:40
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Stéttarfélagið Efling vill að öll laun hækki um sömu fjárhæð. Í gær sendi Efling Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning.

Efling leggur til að laun allra í félaginu hækki um 56700 krónur á mánuði. Félagið vill líka að félagar fái 15000 krónur á mánuði í sérstaka uppbót. 

Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún er á myndinni. Sólveig Anna er bjartsýn á að það takist að semja við Samtök atvinnulífsins.

Félagar í Eflingu vinna margs konar störf. Til dæmis í mötuneytum og við ræstingar. Líka í leikskólum og á sjúkrahúsum. Og í vegagerð og í byggingavinnu. Þau vinna líka við margt annað. 

Efling semur um laun og önnur starfskjör fyrir félaga sína.

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir
málfarsráðunautur