Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tilraun til valdaráns í Sómalíu

28.11.2022 - 04:51
epa10274749 A damaged building in the aftermath of two explosions in Mogadishu, Somalia, 30 October 2022. At least 100 people were killed and over 300 were injured on 29 October, when two car bombs exploded at a busy junction near key government offices, Somali President Hassan Sheikh Mohamud said on 30 October during a media statement at the scene of the twin blasts. The attack occurred five years after a massive blast at the same location killed hundreds of people.  EPA-EFE/SAID YUSUF WARSAME
Svona var umhorfs í Mogadishu eftir tvær sprengingar Al-Shabaab í borginni í lok október. Minnst hundrað létust í árásunum. Mynd: Said Yusuf Warsame - EPA
Vopnaðir menn sem eru taldir liðsmenn skæruliðasveitarinnar Al-Shabaab réðust í gærkvöldi inn á hótel í höfuðborginni Mogadishu sem er vinsælt meðal ráðherra og embættismanna. Þar halda þeir fólki í gíslingu.

Engar fregnar eru af mannfalli en öryggissveitir hafa bjargað tugum almennra borgara og minnst einum ráðherra. Al-Shabab lýsti yfir ábyrgð á árásinni og boðaði að sveitir samtakanna væru á leið að forsetahöllinni, sem er í nágrenni hótelsins.

Al-Shabaab, sem mætti þýða sem Æskan, eru samtök öfgasinnaðra íslamista sem komust til áhrifa í borgarastyrjöldinni í landinu fyrir rúmum áratug.

Liðsmenn þeirra réðu um tíma yfir miklu landsvæði þar á meðal höfuðborginni Mogadishu en voru hraktir þaðan árið 2011 og hafa síðan herjað með reglubundnum hætti á borgina sem er ein sú hrjáðasta í heimi.

alexanderk's picture
Alexander Kristjánsson