Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þjarmað að fyrrverandi ráðherra vegna leyniútnefninga

28.11.2022 - 05:18
epa09963372 Australia's Prime Minister Scott Morrison concedes defeat at the function centre for the 2022 Federal Election, at the Federal Liberal Reception at The Fullerton Hotel, Sydney, Australia, 21 May 2022. More than 17 million Australians have voted to elect the next federal government.  EPA-EFE/DEAN LEWINS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu. Mynd: Dean Lewins - EPA
Ástralska þingið mun greiða atkvæði um hvort ávíta eigi Scott Morrison fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Í ljós kom fyrir nokkrum mánuðum að á Morrison hefði meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst gert sjálfan sig að meðráðherra yfir ýmsum málaflokkum í leyni, þar á meðal heilbrigðismálum, fjármálum og auðlindum. Morrison hafði þá þegar látið af embætti forsætisráðherra eftir ósigur í þingkosningum í vor.

Útnefningunni hafði var haldið leyndri fyrir almenningi og raunar vissu sumir ráðherrar úr ríkisstjórn hans ekki að þeir hefðu deilt valdi sínu með honum fyrr en þeir lásu um það í fjölmiðlum.

Morrison situr enn á þingi en mjög er þrýst á hann að segja af sér vegna málsins. Eftirmaður hans á stóli forsætisráðherra, Anthony Albanese formaður Verkamannaflokksins, hefur boðað lagabreytingar til að koma í veg fyrir að nokkuð slíkt endurtaki sig. 

Niðurstaða rannsóknarnefndar sem skipuð var um málið var að Morrison hefði strangt til tekið ekki brotið lög þótt gjörningurinn hafi verið með öllu óboðlegur.