Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum, Kamerún gegn Sviss og Serbía gegn Brasilíu, en áttu þó enn góða möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin.
Engan André Onana, aðalmarkvörð Kamerún var að finna á skýrslunni fyrir leik, ástæðan er agabann sem markmaðurinn hefur verið settur í og nýjustu fregnir herma að hann sé farinn heim núþegar og leikur ekki meira á mótinu.
Leikurinn byrjaði rólega en eftir hálftíma leik kom fyrsta markið og þar var á ferðinni Jean Charles Castelletto eftir hornspyrnu fyrir Kamerún.
Fyrsta mark dagsins er komið. Kamerún er komið yfir gegn Serbíu.
Leikurinn er í beinni á RÚV.#hmruv pic.twitter.com/7fwdwX7F9W
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 28, 2022
Serbar neituðu að gefast upp og í uppbótartíma fyrri hálfleiks náði Strahinja Pavlovic að jafna metin fyrir Serbíu, þeir létu þó ekki þar við sitja heldur kom Sergej Milenkovic-Savic þeim yfir 2-1 á þriðju mínútu uppbótartímans.
Þetta var ekki lengi að gerast!!
Serbía skorar tvö mörk með stuttu millibili og leiðir í hálfleik.
Serbía 2 - Kamerún 1#hmruv pic.twitter.com/ouprA0Kudi
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 28, 2022
Þetta var þó aðeins byrjunin á ringulreiðinni, Alexander Mitrovic kom Serbum í 3-1 á 48. mínútu og fátt virtist benda til annars en serbnesks sigurs. Kamerún hafði þó aðrar hugmyndir, á 64. mínútu slapp Vincent Aboubakhar einn í gegn og vippaði boltanum snyrtilega í markið eftir að hafa komið inná sem varamaður stuttu áður. Tveimur mínútum síðar var það svo Eric Choupu-Moting sem jafnaði metin eftir góða skyndisókn Kamerún.
HVAÐ ER AÐ GERAST?
Tvö mörk á tveggja mínútna kafla og nú er það Choupo-Moting sem jafnar metin fyrir Kamerún í 3-3. ÞVÍLÍKUR LEIKUR!#hmruv pic.twitter.com/bHPXwVbysV
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 28, 2022
Þar við sat í leiknum og bæði lið því með eitt stig eftir tvo leiki og þurfa á sigri að halda í lokaleik riðlakeppninnar til að komast áfram.
Seinni leikur dagsins í þessum G-riðli er Brasilía - Sviss sem hefst 16:00 og er að sjálfsögðu í beinni á RÚV.