Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Öryrkjar fá 60 þúsund króna eingreiðslu fyrir jólin

28.11.2022 - 15:31
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis ætlar að leggja fram breytingartillögu við fjáraukalög um að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fái 60 þúsund króna eingreiðslu í næsta mánuði.

Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Upphaflega áttu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar að fá 28 þúsund króna eingreiðslu í desember samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Í fyrra voru greiddar út 53 þúsund krónur.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þetta harðlega og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði fram breytingartillögu um að upphæðin yrði hækkuð upp í 60 þúsund krónur.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði í umræðum um málið fyrr í þessum mánuði að stjórnarmeirihlutinn þyrfti að gera betur.

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV