Tíðindarlaus fyrri hálfleikur
Leikurinn fór fram á velli 974 er samanstendur af 974 gámum er halda þessum tímabundna velli uppi. Völlurinn var byggður sérstaklega fyrir HM og verður fjarlægður að móti loknu. Brasilía og Sviss hafa mæst tvisvar sinnum áður fyrir þennan leik á HM og hafa báðir þeir leikir endað með jafntefli. Fyrri leikurinn var árið 1950 og endaði hann 2-2 en seinni leikurinn var í Rússlandi 2018 er endaði 1-1.
Leikurinn var frekar tíðindalaus í fyrri hálfleik en þó nokkuð mikið var fjallað um það fyrir leikinn hvernig Brasilía myndi takast á við fjarveru Neymar er meiddist í leik á mót Serbíu og verður ekki meira með í riðlakeppninni á mótinu. Hvorugu liði tókst að skapa sér eitthvað færi að ráði í fyrri hálfleik en Sviss átti einungis eitt skot að marki sem er versta byrjun þeirra í leik síðan á HM 2010 á móti Spánverjum.
Seinni hálfleikur líflegri
Aðeins meira líf kom í þennan leik eftir um átján mínútur af seinni hálfleiknum er Vinicius Jr. komst í afar gott færi og setti boltann í mark Sviss en það mark var svo dæmt af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins.
Það er komið mark í leik Brasilíu og Sviss hér á 64 mínútu - það er Vinicius Jr sem skorar pic.twitter.com/eRb2r8Ql0A
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 28, 2022
Lið Brasilíu var mun ákveðnari í seinni hálfleik og þurfti ekki að bíða mjög lengi eftir því að löglegt mark var skorað. Markið kom á 83. mínútu leiksins er Cassemiro hitti boltann vel og með smá viðkomu í afturenda leikmanns Sviss fór boltinn framhjá Yann Sommer markmanni Sviss og inn í markið.
Nú fær markið að standa - Brasilía er komið yfir á móti Sviss og það er Casemiro er á þetta mark pic.twitter.com/JSx3y3XIlJ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 28, 2022
Brasilía átti nokkur önnur góð færi í þessum leik til að koma öðru marki en allt kom fyrir ekki og lokaniðurstaðan því 1-0.
Brasilía er komið áfram í 16-liða úrslit mótsins en Sviss á enn möguleika á því með góðu gengi í næsta leik á móti Serbíu. Lokaleikur Brasilíu í riðlakeppninni er á móti Kamerún föstudaginn 2. desember.