Belgar unnu Kanada 1-0 í fyrstu umferð og hefðu með sigri geta tryggt sig áfram í 16 liða úrslit. En Belgar voru nokkuð frá sínu besta í dag og þeir sluppu með skrekkinn í lok fyrri fyrri hálfleiks þegar mark var dæmt af Marokkó vegna rangstöðu eftir VAR-skoðun.
Abdelhamid Sabiri kom Marokkó yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 73. mínútu. Það var svo komið fram á 92. mínútu þegar Zakaria Aboukhlal skoraði annað mark Marokkó og gulltryggði sigurinn.
Króatía og Kanada mætast í seinni leik F-riðils klukkan 16. Marokkó er með 4 stig, Belgía stig, Króatía 1 stig og Kanada án stiga.
Marokkó skoraði þrisvar gegn Belgíu en vann 2-0. Marokkó er komið á toppinn í F-riðli. pic.twitter.com/JmgDVx1n7h
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 27, 2022