Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Maður skotinn til bana í Ósló

27.11.2022 - 05:26
epa10299656 A police car parks outside the National Museum where activists from the organization 'Stopp Oljeletinga' have tried to glue themselves to the frame of the Munch painting 'The Scream' in Oslo, Norway, 11 November 2022.  EPA-EFE/Stian Lysberg Solum  NORWAY OUT
Mynd úr safni. Mynd: Stian Lysberg Solum - EPA
Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana við lestarstöð í Ósló á fimmta tímanum í nótt. Fjölmennt lið lögreglu leitaði árásarmannsins sem hljóp af vettvangi.

Tveir voru handteknir í nótt og sæta yfirheyrslu, en norska ríkisútvarpið segir lögreglu ekki gefa upp tengsl fólksins við morðið, eða hvort grunaður morðingi sé í haldi. Morðið var framið nærri Grænlandslestarstöðinni en hún er í um kílómetra fjarlægð frá norska þinghúsinu miðsvæðis í höfuðborginni.

Ekkert morðvopn hefur fundist, en lögregla sagði í nótt að hún telji tengsl milli árásarmannsins og þess látna og því er ekki talið að um handahófskennda árás hafi verið að ræða.

Fréttin hefur verið uppfærð.

alexanderk's picture
Alexander Kristjánsson