Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Táknmálstúlkaðar kvöldfréttir: Skriðuföll á Ítalíu

26.11.2022 - 18:40
Um þrjú hundruð hafa þurft að yfirgefa heimili sín á ítölsku eyjunni Ischia eftir að leðjuskriður runnu yfir lítinn bæ þar í morgun. Tólf er enn saknað og ein kona er látin. Viðamikið björgunarstarf stendur yfir.

Bílastæðahús við Vesturgötu er orðið neyslurými borgarinnar, segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ráða þurfti öryggisvörð eftir að starfsmaður heilsugæslunnar varð fyrir líkamsárás í bílastæðahúsinu. 

Líkamsstaða ungmenna er að breytast vegna stóraukinnar skjánotkunar. Sjúkraþjálfari segir heilsufarsvandamál tengd skjánotkun fara versnandi.  

Ljúfir tónar, heitt kakó og kruðerí voru á boðstólum á fyrsta degi árlegs jólamarkaðar í Heiðmörk í morgun. Nokkrir nældu sér í jólatré þó enn séu fjórar vikur til jóla. 

Haust- og vetrarrúningur stendur nú sem hæst hjá sauðfjárbændum sem skila um 800 tonnum af ull til vinnslu í vetur. Margir bændur eru um leið verktakar í rúningi og rýja þá mörg þúsund kindur.

Kvöldfréttir hefjast klukkan sjö og eru táknmálstúlkaðar í spilaranum hér að ofan.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV