Hátíð í Heiðmörk
Vetrarsólin skein í Heiðmörk í dag og gestir jólamarkaðarins létu kulda ekki á sig fá enda gátu þeir yljað sér við varðeld og heitan kakóbolla og hlýtt á ljúfa tóna sönghóps Norðlingaskóla.
Á markaðnum er líka hægt að verða sér úti um jólatré og þó enn séu fjórar vikur til jóla létu nokkrir slag standa.