Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fjórar vikur til jóla og hátíðarstemning víða

26.11.2022 - 19:20
Mynd: Bragi Valgeirsson / Fréttir
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og víða er jólalegt um að litast. Árlegur jólamarkaður Skógræktarfélags Íslands var opnaður í Heiðmörk. 

Hátíð í Heiðmörk

Vetrarsólin skein í Heiðmörk í dag og gestir jólamarkaðarins létu kulda ekki á sig fá enda gátu þeir yljað sér við varðeld og heitan kakóbolla og hlýtt á ljúfa tóna sönghóps Norðlingaskóla. 

Á markaðnum er líka hægt að verða sér úti um jólatré og þó enn séu fjórar vikur til jóla létu nokkrir slag standa.

Ljósin tendruð í Kópavogsbæ

Og það var jólastemning víðar. Í Kópavogi voru ljósin tendruð á jólatré bæjarins við menningarhúsin. 

 

Mynd: Arnór Fannar Rúnarsson / Fréttir
solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV