Tíu fórust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Kína

25.11.2022 - 06:45
Erlent · Asía · Eldsvoði · Kína
In this image taken from video footage run by China's CCTV, rescuers use a bulldozer to knock over a wall at a fire at an industrial wholesaler in Anyang in central China's Henan province, Monday, Nov. 21, 2022. A fire has killed several dozen people at a company dealing in chemicals and other industrial goods in central China's Henan province. (CCTV via AP)
38 fórust í eldsvoða í verksmiðju í kínversku borginni Anjang mánudaginn 21. nóvember 2022  Mynd: AP
Tíu létu lífið og níu slösuðust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í XInjiang-héraði í Kína norðvestanverðu í gær, samkvæmt kínverskum fjölmiðlum. Eldur kviknaði í margra hæða íbúðablokkinni laust fyrir átta á fimmtudagskvöld að staðartíma. „Tíu létust í eldinum þrátt fyrir aðhlynningu bráðaliða á vettvangi,“ segir í frétt Xinhua-fréttastofunnar. Þar kemur fram að hin níu sem slösuðust hafi ekki hlotið alvarleg meiðsl eða reykeitrun. Eldsupptök eru ókunn enn sem komið er en rannsókn á þeim er hafin.

Í frétt AFP segir að mannskæðir eldsvoðar séu algengir í Kína vegna lélegra brunavarna og spillingar meðal þeirra sem eiga að fylgjast með því að kröfum þar um sé fullnægt. 38 manns fórust í fyrr í þessari viku þegar eldur kom upp í verksmiðju í borginni Anjang, sem yfirvöld röktu til þess að starfsmenn sem unnu við rafsuðu hafi ekki farið eftir öryggisreglum.