49 manns dæmdir til dauða fyrir aftöku án dóms og laga

25.11.2022 - 06:27
Erlent · Alsír · Asía
epa09410384 Burnt trees are seen following a wildfire in the village of Ben Douala near Tizi Ouzou, in the mountainous Kabyle region, 100 km east of Algiers, Algeria, 11 August 2021. According to the official news agency APS (Algeria Press Service), the death toll of forest fires rose to reach 65 deaths nationwide, including 37 civilians and 28 soldiers.  EPA-EFE/STR
Frá Kabyle-héraði í Alsír, þar sem mannskæðustu skógareldar sem sögur fara af í landinu geisuðu í ágúst 2021 og æstur múgur tók hjálpfúsan sjálfboðaliða af lífi án dóms og laga, eftir að tilhæfulaus kvittur komst á kreik um að hann hefði kveikt eldinn. Mynd: epa
Dómstóll í Alsír dæmdi í vikunni 49 manns til dauða eftir að þeir voru sakfelldir fyrir að hafa tekið mann af lífi án dóms og laga í fyrra. Ríkisfréttastofa Alsír greinir frá þessu. Ekki er líklegt að dómnum verði fullnægt, þar sem lög eru í gildi sem banna aftökur í landinu, þótt dauðarefsingu sé enn að finna í refsilöggjöfinni. Þess í stað bíður hinna dæmdu að líkindum ævilangt fangelsi.

Miklir og mannskæðir skógareldar geisuðu í Alsír í ágúst fyrra, þeir mannskæðustu sem sögur fara af í landinu, og urðu 90 manns að bana. Hinn myrti, Djamel Ben Ismail, ferðaðist langa vegu til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við eldana og sagðist vilja hjálpa vinum sínum í Kabyle-héraði austur af Algeirsborg, þar sem eldarnir loguðu heitast.

Fljótlega eftir að hann kom á hamfarasvæðið og tók til við slökkvistarfið komst sá tilhæfulausi kvittur á kreik meðal heimamanna að Ismail hefði kveikt eldana. Hópur þeirra réðst á hann, barði, pyntaði og kveikti að lokum í honum, áður en lík hans var dregið inn í smábæ á svæðinu og stillt þar upp á þorpstorginu. Myndskeið sem sýndu illvirkið og dreift var á samfélagsmiðlum vöktu mikla reiði um land allt, segir í frétt BBC