Fréttir: Horft til kjarasamninga til skemmri tíma

24.11.2022 - 12:12
Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sjá fyrir sér að skammtímasamningur geti verið besta lausnum eins og staðan er núna. Forsætisráðherra boðaði þá á sinn fund með skömmum fyrirvara í morgun. Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin að gera sitt til að liðka fyrir samningum.

 

Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn í Grafarvogi í Reykjavík í nótt. Lögregla rannsakar málið en telur það ekki tengjast gengjaátökum í borginni. Sérsveit ríkislögreglustjóra verður með viðveru í miðbænum um næstu helgi. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að lögræðiálit lífeyrissjóða um ÍL-sjóð slátri málflutningi fjármálaráðherra. Möguleg áform um slit sjóðsins fari í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. 

Ríki heimsins skulda írönskum stúlkum, segir utanríkisráðherra. Ríflega 300 mótmælendur hafa látist á tveimur mánuðum í Íran og Ísland, ásamt öðrum ríkjum, vill grípa til aðgerða.

Ekki tókst að greiða alla reikninga Strætó á dögunum. Næsta dag barst hálfs milljarðs aukafjármagn sem tryggir reksturinn í ár. Sveitarfélögin hafa samþykkt að hækka framlag sitt til Strætós á næsta ári.

Óvissustig almannavarna er í gildi á Austfjörðum vegna mikilla rigninga og hættu á aurskriðum. 

Kosningarnar í Færeyjum snúast um átök á milli gamalla kredda og aukinna mannréttinda segir Hjálmar Árnason fyrrverandi alþingismaður. Boðað var til kosninga eftir að ráðherra var rekinn fyrir andstöðu gegn auknum réttindum samkynhneigðra.

Sviss sigraði Kamerún í G-riðli, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu í Katar, með einu marki gegn engu.

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV