Brasilía vann sannfærandi sigur á Serbíu

epa10326337 Players of Brazil wave to their fans after winning the FIFA World Cup 2022 group G soccer match between Brazil and Serbia at Lusail Stadium in Lusail, Qatar, 24 November 2022.  EPA-EFE/Ronald Wittek
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Brasilía vann sannfærandi sigur á Serbíu

24.11.2022 - 18:45
Síðasti leikur dagsins var viðureign Brasilíu og Serbíu í G-riðli heimsmeistaramótsins í fótbolta. Brasilía er sigursælasta þjóð í sögu HM með fimm heimsmeistaratitla en Serbía hefur komist efst í fjórða sæti en það var á því herrans ári 1930. Besti árangur þeirra á HM 2010 og 2018 var tuttugasta og þriðja sætið. Brasilía vann þennan leik 2-0 en það var Richarlison sem skoraði bæði mörkin.

Brasilía vann sannfærandi sigur á liði Serbíu í síðasta leik kvöldsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hörður Magnússon lýsti leiknum af sinni alkunnu snilld og sagði hann fyrir leik að HM byrjar ekki fyrr en Brasilía mætir til leiks. 

Brasilía átti ekki í neinum vandræðum með lið Serbíu sem barðist samt vel í þessum leik. Fyrsta góða færi Brasilíu í þessum leik kom á 27 mínútu leiksins er þeir vildu fá vítaspyrnu dæmda.

Leikurinn var markalaus í hálfleik en fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 62 mínútu er Richarlison skoraði eftir spyrnu frá Vinicius Jr.

 

Richarlison var aftur að ferðinni á 73 mínútu er hann skoraði mark sem klárlega er mark mótsins fram að þessu og aftur var það eftir fyrirgjöf frá Vinicius Jr.

Brasilía mætir næst Sviss í annarri umferð riðlakeppninnar mánudaginn 28. nóvember kl. 16:00. Serbía leikur þann sama dag á móti Kamerún í kvöldleik er hefst kl. 19:00.