Ægisgötu lokað vegna ágangs sjávar

24.11.2022 - 12:03
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum
Ægisgötu í Reykjanesbæ hefur verið lokað tímabundið vegna mikils ágangs sjávar. Lögreglan á Suðurnesjum segir á Facebook að lokunin sé af öryggisástæðum. Á mynd sem lögreglan birtir má sjá að stórgrýti þekur Ægisgötu og enn ekki háflóð, eins og segir í tilkynningunni.

Uppfært kl. 14:15. Lögregla fjarlægði tilkynninguna skömmu eftir að hún var sett inn en í ljós kom að viðvörunin var síðan í gær og var sett inn af lögreglu í morgun fyrir mistök. Götunni var því ekki lokað og ekki stórgrýti á götunni. 

oddurth's picture
Oddur Þórðarson
Fréttastofa RÚV