Belgar með baráttusigur á fersku liði Kanada

epa10323628 Jan Vertonghen (L) of Belgium in action against Atiba Hutchinson of Canada during the FIFA World Cup 2022 group F soccer match between Belgium and Canada at Ahmad bin Ali Stadium in Doha, Qatar, 23 November 2022.  EPA-EFE/Friedemann Vogel
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Belgar með baráttusigur á fersku liði Kanada

23.11.2022 - 18:45
Síðasti leikur dagsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta var viðureign Belga og Kanda í F- riðli. Þessi leikur hafði allt sem góður fótboltaleikur getur boðið upp á, víti, markvörslu á heimsmælikvarða, brot sem ekki var dæmt á, mörk og baráttu liða sem lögðu allt undir í þessum fyrsta leik sínum á HM 2022. Belgar unnu sigur 1-0 í þessari viðureign en þurftu svo sannarlega að hafa fyrir honum.

Kanada hefur aldrei skorað mark á HM

Á HM í Mexíkó árið 1986 var í fyrsta sinn er lið Kanada kom inn á heimsmeistaramótið í fótbolta karla. Liðið spilaði þrjá leiki á því móti en náði ekki að setja mark sitt á það og fór því heim aftur án þess að hafa sett boltann í net andstæðingana. Kanada hefur því ekki náð að skora mark á HM í sögunni. 

Það eru 39 sæti sem skilja að Kanada og Belga á styrkleikalista FIFA fyrir HM. Belgar eru í öðru sæti listans á meðan lið Kanada er í fertugasta og fyrsta sæti. Því mátti nú búast við því að Belgar hefðu yfirhöndina í þessum leik en það var svo sannarlega ekki raunin. Belgar áttu í fullu fangi með ferskt lið Kanada í þessum leik og fyrstu mínútur hans sköpuðu Kanadamenn sér miklu fleiri og betri færi en Belgar. 

Vítaspyrna og von Kanada um sitt fyrsta mark

Kanada var í sókn á áttundu mínútu leiksins og áttu gott færi að marki sem leikmaður Belga setti hendina í. Dómari þurfti samt að kíkja aðeins á VAR búnað leiksins og jú sannarlega kom hendi við sögu í þessari spyrnu og því var vítaspyrna dæmt og gult spjald á Yannick Carrasco. Á vítapunktinn fór Alphonso Davies og freistaði þess að setja mark sitt á söguspjald kanadískrar knattspyrnu með því að setja boltann í mark andstæðinganna. Markvörður Belga Thibaut Courtois var nú á öðru máli og varði afar slaka vítaspyrnu Carrasco.

Viðbrögð áhorfenda á leiknum voru mismundi, eins og gefur að skilja, eftir þessa vítaspyrnu, Belgar ánægðir með sinn mann á meðan draumur Kanada um fyrsta markið varð að martröð.

Mynd: EPA-EFE / EPA
Kanadamenn með gullið tækifæri í byrjun leiks til að skora fyrsta mark sitt á HM

Kanadamenn voru sterkari aðilinn eftir vítaspyrnuna og fengu nokkur tækifæri til að setja mark sitt á þennan fjöruga leik en það má alls ekki slaka neitt á í leik á móti liði eins og Belgíu. Belgar sóttu í sig veðrið við lok fyrri hálfleiks og það hlaut að skila árangri því að þegar ein mínúta var eftir til loka fyrri hálfleiks þá skoraði Michy Batshuayi mark Belga eftir góða uppbyggingu að því frá Toby Alderweireld og Belgar komnir yfir í þessum leik.

epa10323659 Michy Batshuayi of Belgium celebrates after scoring the 1-0 goal during the FIFA World Cup 2022 group F soccer match between Belgium and Canada at Ahmad bin Ali Stadium in Doha, Qatar, 23 November 2022.  EPA-EFE/Rungroj Yongrit
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Michy Batshuayi fagnar hér marki sínu

Seinni hálfleikur

Belgar áttu bara í mesta basli með Kanadamenn í þessum leikhluta en lið Kanada áttu mun fleiri marktilraunir en lið Belga og ekki að sjá að þrjátíu og níu sæti skilja liðin að á styrkleikalista FIFA fyrir mótið.

Fjörugur leikur sem endaði með baráttusigri Belga og enn hafa Kanadamenn ekki náð að skora mark í leik á HM.

Næsta viðureign Belga er við Marokkó 27. nóvember og sama dag verður viðureign Kanada og Króatíu.