Sænsk hjón á sextugsaldri grunuð um njósnir

22.11.2022 - 18:52
Mynd með færslu
 Mynd: Säkerhetspolisen - RÚV
Hjón á sjötugsaldri voru handtekin í Svíþjóð í morgun, grunuð um stórfelldar njósnir. Talið er að þau hafi stundað þær í áratug og eru þau sögð hafa hitt erlenda flugumenn.

Íbúar í sunnanverðum útjaðri Stokkhólms vöknuðu klukkan sex í morgun að staðartíma við hvin í þyrluspöðum yfir hverfinu. Einn þeirra segir við sænska ríkissjónvarpið að hann hafi haldið að þyrlan væri komin til að sækja sjúkling. Svo sá hann menn síga niður úr þyrlunni, og fara inn um glugga hjá nágranna sínum. Skömmu síðar fylltist gatan af lögreglubílum.

Kristian Ljungberg, fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar, segir lögregluna hafa notið aðstoðar sænsku öryggislögreglunnar Säpo og sænska hersins við handtökuna. Aðgerðin tók innan við mínútu, að hans sögn. Karlmaðurinn er grunaður um stórfelldar njósnir gegn Svíþjóð og fyrir erlend ríki. Konan er grunuð um að hafa verið honum innan handar. 

Fredrik Hultgren-Friberg, upplýsingafulltrúi Säpo, segir rannsókn málsins hafa staðið yfir í talsverðan tíma. Húsleit hafi verið gerð víða Húsleitir hafa verið gerðar í tengslum við málið, gögn haldlögð og nokkrir verið yfirheyrðir. Hann segir öryggislögregluna ekki geta tjáð sig frekar um hjónin sem voru flutt í gæsluvarðhald. Þá getur Säpo heldur ekki greint frá því hvaða ríki hjónin tengjast. Málið tengist engu öðru máli sem öryggislögreglan er með til rannsóknar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV