Rússar hvetja Tyrki til stillingar í Sýrlandi

epa10318734 Syrian Kurdish people carry the coffin of a member of People's Protection Units, loyal to Syria democratic forces (SDF), during a funeral procession at Dayrik town close to the tri-border between Syria, Iraq, and Turkey in al-Hasakah governorate, northeastern Syria, on 21 November 2022. The Turkish Defense Ministry said in a statement that a total of 89 targets of Kurdish militants in northern Syria and Iraq were destroyed during air strikes of the operation dubbed 'Claw-Sword', launched a week after bombing in Istanbul blamed on Kurdish militants killed six people.  EPA-EFE/AHMED MARDNLI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússnesk stjórnvöld segjast vonast til að Tyrkir sýni stillingu og beiti ekki of mikilli hörku gagnvart útlagasveitum Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi. Tyrkir hafa gert loftárásir á búðir þeirra og hóta atlögu á landi.

Alexander Lavrentyev, sérstakur sendimaður Rússlandsforseta í Sýrlandi, sagði þetta þegar hann ræddi við blaðamenn í Astana höfuðborg Kaskakstan. Þar standa yfir þríhliða viðræður Írana, Tyrkja og Rússa um málefni Sýrlands.

Afar brýnt væri að komast hjá því að magna upp frekari spennu á svæðinu. Lavrentyev sagði Rússa hafa gert allt til þess að koma í veg fyrir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir á jörðu niðri. 

Tyrknesk yfirvöld líta á Verkamannaflokk Kúrda (PKK) sem hryðjuverkasamtök en hann berst fyrir auknu sjálfstæði kúrdískra svæða innan Tyrklands. Evrópusambandið og Bandaríkin eru sama sinnis og Tyrkir.

Að minnsta kosti 37 féllu í loftárásum Tyrkja norðan- og norðaustanvert í Sýrlandi, að mati mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur hótað árásum á útlagasveitirnar um hálfs árs skeið og lét til skarar skríða nú. PKK er kennt um að hafa staðið að mannskæðri sprengjuárás í Istanbúl fyrir rúmri viku.