Keltnesku gulli stolið í Þýskalandi

22.11.2022 - 23:01
The Celtic-Roman Museum is pictured in the evening light, in Manching, Germany, Tuesday Nov. 22, 2022. A huge horde of ancient gold coins dating back to around 100 B.C. has been stolen from Manching museum in southern Germany, police said Tuesday. (Armin Weigel/dpa via AP)
 Mynd: AP
Keltneskum gullpeningum að verðmæti nokkurra milljóna evra var stolið úr þýsku safni snemma í morgun. Starfsmenn safnsins í bæverska bænum Manching tóku eftir því eftir opnun að einn sýningarkassanna væri brotinn, og hrúgan af gullpeningum sem var inni í honum horfin.

Rannsakendur hafa ekki viljað gefa frekari upplýsingar um aðkomuna, en bæjaryfirvöld segja að rask hafi verið á síma- og netsambandi um það leyti sem gullinu var stolið. Bæjarstjórinn Herbert Nerb segir mikla öryggisgæslu vera í kringum safnið, en ekki var hægt að hafa samband við lögreglu þar sem allt samband var rofið.

Alls voru um 450 gullpeningar til sýnis í keltneska og rómverska safninu í Manching. Peningarnir fundust árið 1999 og eru taldir vera frá þriðju öld fyrir okkar tímatal. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV