Áhorfendur fá aukin völd í Eurovision

22.11.2022 - 12:30
epa09947783 Kalush Orchestra from Ukraine celebrates onstage after winning the 66th annual Eurovision Song Contest (ESC 2022) in Turin, Italy, 14 May 2022.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
Fulltrúar Úkraínu í Tórínó í vor, Kalush Orchestra. Mynd: EPA
Áhorfendur munu einir ráða því hvaða lönd komast í úrslit Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eftir breytingar á kosningafyrirkomulagi keppninnar. Símaatkvæði áhorfenda hafa gilt til jafns við atkvæði dómnefndar á undanúrslitakvöldum síðan 2009. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. 

Áhorfendur í löndum sem taka ekki þátt í keppninni geta í fyrsta skipti kosið sitt uppáhalds lag í netkosningu. Það á við bæði í undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Atkvæði þeirra vega jafn mikið og eitt atkvæði þátttökuþjóðar. 

Atkvæði dómnefndar hafa áfram áhrif á úrslitakvöldi keppninnar. Martin Österdahl, framkvæmdastjóri Eurovision, segir keppnina vera í stöðugri þróun til þess að skipta máli og að vera spennandi. „Þessar breytingar endurspegla miklar vinsældir keppninnar með því að gefa áhorfendum um allan heim meiri völd.“

Eurovision fer fram í Liverpool í Bretlandi í maí á næsta ári. Framlag Úkraínu, lagið Stefania með Kalush Orchestra, vann keppnina í vor en ómögulegt reyndist að halda keppnina í landinu vegna innrásar rússneskra hersins. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV