Plastplan hlýtur hönnunarverðlaunin
Með umhverfissjónarmið og tilraunamennsku að leiðarljósi hefur Plastplan hannað og framleitt vörur úr endurunnu plasti frá stofnun, árið 2019. Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson, stofnendur Plastplans, segja viðurkenninguna merkja að allt brasið hafi ekki verið til einsksis. Þeir segja að hugmyndafræði Plastplans byggist á að skapa fullkomna hringrás endurunninna efna. Kastljós leit inn á verðlaunaafhendinguna og ræddi við verðlaunahafana, sem hafa markað spor í íslenskt umhverfi á ólíkan máta.
„Síðan leggjum við mikla áherslu á staðbundna framleiðslu, sjálfbært efni og íslenska hönnun. Heimurinn er að verða móttækilegri og mér finnst allir vera að færast í átt að því að passa að allt sé samfélagslega og umhverfislega réttlætanlegt. Þannig að við höfum fulla trú á því, við ætlum að leggja þessari baráttu lið.“