Kólumbíustjórn styður baráttuna um frelsi Assange

epa07622697 (FILE) - Wikileaks founder Julian Assange speaks to reporters on the balcony of the Ecuadorian Embassy in London, Britain, 19 May 2017 (reissued 03 June 2019). Reports on 03 June 2019 state Uppsala District Court in Uppsala, Sweden, 03 June 2019 denied a request of  detention of Julian Assange in absentia on rape allegations. Assange was arrested at Ecuadorean embassy in March 2019.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
Julian Assange. Mynd: EPA-EFE - EPA
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, átti í dag fund með forseta Kólumbíu, Gustavo Petro, í forsetahöllinni í Narino. Þetta kemur fram á Facebooksíðu WikiLeaks. Haft er eftir Kristni að hann sé ánægður með fundinn, þar sem kólumbísk stjórnvöld hafi lýst yfir skýrum stuðningi við baráttuna um frelsi Julian Assange.

Kristinn segir þá Petro og utanríkisráðherrann Alvaro Duran hafa viðurkennt þau alþjóðlegu áhrif sem framsal Assange frá Bretlandi til Bandaríkjanna gætu haft á fjölmiðlafrelsi. Kólumbía ætli að reyna að fá leiðtoga nágrannaríkja til liðs við sig við að hvetja Bandaríkjastjórn til þess að afturkalla framsalsbeiðni sína og veita honum löngu tímabært frelsi, er haft eftir Kristni.

Þá segir að WikiLeaks hafi beint kastljósinu að því að pólitískir fangar séu undanþegnir framsalssamningi Bretlands og Bandaríkjanna. Með því að afturkalla framsalsbeiðni sína væri Bandaríkjastjórn að framfylgja eigin og alþjóðlegum lögum, að mati WikiLeaks.