Keppni milli bæja um að vera með hæsta tréð

Mynd: Landinn / RÚV

Keppni milli bæja um að vera með hæsta tréð

21.11.2022 - 15:12

Höfundar

„Við tökum bara tré sem má fara. Þetta er hálfgerð grisjun í leiðinni,“ segir Johan Holst, skógræðingur og skógarhöggsmaður, sem fór ásamt fríðu föruneyti í Skógarhlíðina ofan Sauðárkróks á dögunum til að höggva jólatréð sem mun prýða Kirkjutorgið á Sauðárkróki á aðventunni.

Árum saman fengu íbúar Sauðárkróks tré að gjöf frá vinabæ sínum í Noregi en árið 2018 var ákveðið að hætta að sækja vatnið yfir lækinn og höggva frekar tré úr skóginum í Skógarhlíðinni. 

En það er ekki hlaupið að því að finna hið fullkomna tré fyrir torgið. „Við erum að leita að tré sem er heilbrigt og fallegt á litinn og sæmilega reglulegt,“ segir Johan og bætir því við að fólk sé líka upptekið af hæðinni. „Það verður að vera hátt. Það er alltaf dálítil keppni milli bæjarfélaga um að vera með hæsta tréð. 

Landinn fékk að fylgjast með leitinni að trénu á torgið.