Jarðskjálfti af stærðinni sex skók Krít í nótt

21.11.2022 - 04:11
epa04888142 A file picture made available on 18 August 2015, shows an exterior view of Chania airport Daskalogiannis, island of Crete, Greece, 17 September 2014. German company Fraport, the operator of Frankfurt airport, on 18 August 2015 was officially given permission to operate 14 regional airports in Greece, mostly in tourist locations. The move comes within the scope of a privatisation wave demanded by creditors to tackle the Greece debt crisis.  EPA/LOUCAS MASTIS
 Mynd: EPA
Jarðskjálfti af stærðinni sex reið yfir Miðjarðarhafseyjuna Krít laust eftir miðnættið. Skjálftinn fannst víða um svæðið en enn hafa ekki borist tíðindi af tjóni.

Skjálftinn átti upptök sín á um 80 kílómetra dýpi, um tólf kílómetra sunnan við strandbæinn Sitia og tæplega 90 kílómetra austan höfuðstaðarins Heraklion, samkvæmt upplýsingum Jarðskjálftastofnunar Evrópu. 

Stofnunin hvatti íbúa nærri strönd að halda hærra upp í land en engin slík boð bárust frá grískum yfirvöldum.

Hvorki hafa borist fregnir af slysum á fólki né eignatjóni. Jarðskjálftinn fannst vel í Afríku norðanverðri en staðarmiðlar greina frá því að álag hafi tímabundið orðið farsímakerfi eyjunnar ofviða, eftir að skjálftinn reið yfir.