Þrýstingur eykst á Úkraínumenn um friðarviðræður

epa10310998 A damaged private building and a tree in the recaptured village of Chekassky Tyshky in the Kharkiv area, Ukraine, 17 November 2022, amid Russia's military invasion. Kharkiv and the surrounding areas have been the target of heavy shelling since February 2022, when Russian troops entered Ukraine starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis. At the beginning of September, the Ukrainian army pushed Russian forces from occupied territory northeast of the country in counterattacks.  EPA-EFE/SERGEY KOZLOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Háttsettur embættismaður innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það geta orðið Úkraínumönnum þrautin þyngri að endurheimta allt það landsvæði sem Rússar hafa lagt undir sig. Því aukist þrýstingur á friðarviðræður sífellt.

Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segir að ekki standi til að draga úr stuðningi við Úkraínumenn en hann hefur borið ástandið í Úkraínu saman við fyrri heimsstyrjöldina.

Þar sátu stríðandi fylkingar snemma fastar í skotgröfum en stríðið hélt áfram í fjögur ár og kostaði milljónir mannslífa.

Milley segist meta stöðuna þannig hernaðarlega að litlar líkur séu á að Úkraínumenn hreki Rússa á brott á næstunni. Þó sé staða Rússa það veik að nú sé tækifæri til að semja. 

Ekkert ákveðið um Úkraínu án aðkomu Úkraínu

John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjaforseta, sagði þó nýverið langt í frá að verið væri að þrýsta á Úkraínumenn að semja um frið.  Það væri eingöngu þeirra sjálfra og Volodymyrs Zelensky forseta að ákveða hvenær og hvernig þær viðræður yrðu.

Zelensky hefur þó látið af þeirri krófu að ekki verði samið fyrr en Vladimír Pútín er á braut af forsetastóli í Rússlandi. Þau sinnaskipti eru talin vegna þrýstings Bandaríkjamanna. Forsetinn segir þó útilokað að gefa nokkuð landsvæði eftir.

Enn er ekki vitað hvað William Burns, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA, og Sergei Naryshkin rússneskum kollega hans, fór á milli á fundi þeirra í Ankara, höfuðborg Tyrklands á mánudag.

Jafn háttsettir embættismenn ríkjanna hafa ekki hist augliti til auglitis frá því innrásin hófst í febrúar. Burns flaug til fundar við Zelensky í Kiyv strax að fundinum loknum. 

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir þó að Burns sé ekki ferð tii að koma á nokkurs konar viðræðum. „Við ítrekum fyrri orð okkar, ekkert verður ákveðið um Úkraínu án aðkomu Úkraínu,“ segir í yfirlýsingu.