Forseti Suður-Afríku fyrsti opinberi gestur Karls III

epa10189775 Britain's King Charles III (L) greets people in the queue to see Britain's late Queen Elizabeth II lying in state on the South Bank in London, Britain, 17 September 2022.  The queen's funeral will be held on 19 September, following four days of lying in state inside Westminster Hall.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Karl III konungur Bretlands tekur í næstu viku á móti fyrstu opinberu gestum sínum eftir að hann tók við embætti þegar forsetahjón Suður-Afríku sækja Buckinghamhöll heim.

Forsetinn Cyril Ramaphosa og eiginkona hans, Tshepo Motsepe, koma til Bretlands á mánudag en opinber heimsókn hefst daginn eftir. Karl og Camilla, eiginkona hans, taka á móti gestunum sem einnig hitta aðra úr konungsfjölskyldunni.

Vilhjálmur krónprins og Katrín eiginkona hans eru sérstaklega nefnd auk Játvarðs yngri bróður Karls. Sömuleiðis hittir Ramaphosa fulltrúa úr báðum deildum þingsins og Rishi Sunak forsætisráðherra. 

epa10306440 South Africa President Cyril Ramaphosa attends the G20 Leaders' Summit in Bali, Indonesia, 15 November 2022. The 17th Group of Twenty (G20) Heads of State and Government Summit runs from 15 to 16 November 2022.  EPA-EFE/DITA ALANGKARA / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Staða forsetans heimafyrir kann að varpa nokkrum skugga á heimsóknina yfir honum vofir brottvísun úr embætti vegna gruns um að hann hafi hylmt yfir glæp.

Bresk stjórnvöld eru ekki ánægð með afstöðu Suður-Afríkumanna til átakanna í Úkraínu, sem svo á móti þykir þeir ekki hafa notið nægilegs stuðnings meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sýn Karls á stöðu og framtíð samveldisins, loftslagsmál og viðskipti verða án efa rædd meðan á heimsókninni stendur.