Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mótmælendur kveiktu í ættaróðali Khomeinis erkiklerks

epa10313765 Protesters gather at Jacaranda Square during a rally calling for global solidarity for the citizens of Iran, in Sydney, Australia, 19 November 2022.  EPA-EFE/PAUL BRAVEN AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Mótmælendur báru eld að ættaróðali Ajatolla Ruhollah Khomeinis, stofnanda íslamska lýðveldisins Írans. Á myndskeiðum sem birtust á samfélagsmiðlum má sjá hluta byggingarinnar, sem stendur í borginni Khomein, í ljósum logum.

BBC fjallar um málið. Yfirvöld í borginni þvertaka fyrir eldsvoðann, húsið sé enn opið fyrir gesti sem vilja minnast imamsins, en andófshópar staðhæfa að kveikt hafi verið í því á fimmtudagskvöld.

Tveir mánuðir eru síðan mótmæli blossuðu upp um allt Íran í andófi gegn ríkisstjórn Ali Khameinis, arftaka Khomeinis. Kveikja mótmælanna var andlát Mahsa Amini, 22 ára kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar alræmdur.

Khomeini er sagður hafa fæðst í húsinu og þar er nú safn til minningar um ævi hans og störf. Hann var leiðtogi klerkabyltingarinnar árið 1979 þegar keisaranum Mohammad Reza Pahlavi var steypt af stóli. Khomeini var æðsti leiðtogi Írans þar til hann lést tíu árum síðar.