Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 í Mýrdalsjökli í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð í Mýrdalsjökli klukkan 21.13 í kvöld. Að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar eru ekki óalgengt að skjálftar af þessari stærð verði í jöklinum en í október voru þeir þrír talsins.

Veðurstofunni bárust engar tilkynningar um að jarðskjálftans hefði orðið vart í byggð en fáeinir minniháttar eftirskjálftar hafa fylgt. Engar tilkynningar hafa heldur borist inn á borð fréttastofu.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV