Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Infantino: Hræsni í gagnrýni á mannréttindi í Katar

epa10313980 FIFA President Gianni Infantino addresses a press conference in Doha, Qatar, 19 November 2022. The FIFA World Cup Qatar 2022 will take place from 20 November to 18 December 2022.  EPA-EFE/MOAHAMED MESSARA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Infantino: Hræsni í gagnrýni á mannréttindi í Katar

19.11.2022 - 12:39
Gianni Infantino forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, lýsti á blaðamannafundi í morgun yfir stuðningi við minnihlutahópa og þá sem skipuleggja heimsmeistaramótið í Katar, sem hefst á morgun. Áhyggjur manna af meðferð Katara á bæði farandverkamönnum og hinsegin fólki hefur valdið mörgum áhyggjum.

„Í dag líður mér eins og Katara, Araba, Afríkubúa, hinsegin, fötluðum manni,“ sagði Infantino í rúmlega klukkutíma langri einræðu sem hann hélt í morgun. Og fullyrti jafnframt að allir þjóðfélagshópar væru velkomnir til Katar.

Hann gagnrýndi jafnframt vestræna framámenn fyrir að fara hörðum orðum um mannréttindabrot í Katar. „Þessi einhliða kennsla í siðfræði er bara hræsni. Enginn hefur viðurkennt framfarirnar sem hafa átt sér stað hér frá árinu 2016. Ég ætla ekki að fara í einhverja kennslu á lífið en það sem er í gangi hér er mjög óréttlátt. Við Evrópubúar ættu að biðjast afsökunar næstu 3.000 árin á því sem við höfum gert síðustu 3.000 árin áður en við förum að kenna fólki einhverja siðfræði.“

Þá varði Infantino getu Katar til að halda heimsmeistarakeppnina. „Það er ekki auðvelt að taka gagnrýni á ákvörðuninni sem var tekin fyrir 12 árum [um að Katar ætti að halda keppnina]. Þetta verður besta HM í sögunni.“

Tengdar fréttir

Íþróttir

Handtekinn í Katar: „Gat ekki verndað viðmælendur mína“

Erlent

„Dýrasta og umdeildasta partí sögunnar“