Tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns

epa10310420 A car dives past parked vehicles covered by snow during blackouts in Kyiv, Ukraine, 17 November 2022, after the first snow of the season fell in the Ukrainian capital overnight. The approach of winter will bring tougher conditions to Ukraine including heavy mud, snow and freezing cold that will make operations more difficult for both sides in the war. Russian troops entered Ukraine on 24 February 2022, starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Úkraínuforseti segir að tíu milljónir séu án rafmagns eftir umfangsmiklar eldflaugaárásir Rússa á innviði landsins. Vitað er að sjö fórust í árásum í gær og er óttast fleiri hafi látið lífið.

Volodymyr Zelensky forseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöld að allt væri gert til að koma á jafnvægi í raforkudreifingu. Ástandið er sýnu verst í höfuðborginni Kyiv, í Vinnytsia vestan til í landinu, hafnarborginni Odesu og Sumy áí norðausturhluta landsins.

BBC greinir frá þessu. Napurt var í höfuðborginni í gærmorgun og snjóaði þannig að rafmagnsskorturinn beit íbúa hennar enn frekar.
Zelensky bætti við að loftvarnakerfi Úkraínu hefði grandað sjö rússneskum eldflaugum og fimm árásardrónum.

Hann notaði tækifærið til að árétta ákall eftir loftvarnakerfi sem hann sagði geta ýtt undir að Rússar létu af stríðsrekstrinum.

Minnst sjö fórust í gær þegar eldflaug hæfði íbúðablokk í Vilnyask, nærri Zaporizhzhia, og embættismenn segja að gas- og eldflaugaverksmiðjur hafi verið meðal skotmarka Rússa undanfarna daga. 

Rússneskar hersveitir hafa látið eldflaugum rigna yfir Úkraínu og segja meðal annars sé um að kenna þvermóðsku úkraínskra stjórnvalda við að ganga að samningaborði.

Zelensky segir hins vegar að Rússar sækist ekki eftir friði heldur hamist þeir af lífs og sálar kröftum við að valda Úkraínumönnum eins miklum sársauka og sálarangist og hugsast geti.