Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ísland kaupir og sendir vetrarfatnað til Úkraínu

18.11.2022 - 11:14
epa10234505 Police officers stand guard next to a damaged children's playground and buildings following missile strikes in downtown Kyiv (Kiev), Ukraine, 10 October 2022. Explosions have been reported in several districts of the Ukrainian capital Kyiv on 10 October. At least 11 people died and dozens injured as a result of rocket attacks targeting cities across Ukraine, the State Emergency Service (SES) of Ukraine said. Russian troops entered Ukraine on 24 February 2022 starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: epa
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar stuðning við Úkraínu í formi vetrarbúnaðar. Mikil þörf er á slíku í landinu, ekki síst vegna viðvarandi rafmagnsleysis.

Úkraínumenn búa sig nú undir kaldan vetur. Ekkert lát er á loftárásum Rússa sem miða að því að lama mikilvæga innviði.

Ríkisstjórnin auglýsti fyrir hálfum mánuði eftir hlýjum fatnaði til að kaupa. Þá hefur töluvert af hlýjum fatnaði safnast í kringum fatasöfnun Rauða krossins - Sendum hlýju.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar ríkisstjórnin einnig að styrkja fjárhagslega alþjóðlegan sjóð sem sérhæfir sig í kaupum á slíkum fatnaði.