Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Bandaríkjastjórn vill tryggja krónprins friðhelgi

epa07852425 A handout photo made available by the United States Department of State (DOS) shows Saudi Crown Prince Mohammad Bin Salman Al Saud during his meeting with US Secretary of State Pompeo in Jeddah, Saudi Arabia, 18 September 2019 (issued 19 September 2019). Pompeo is in Jeddah to discuss the recent attacks on two Saudi oil facilities.  EPA-EFE/RON PRZYSUCHA/US DEPARTMENT OF STATE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
Mohammed bin Salman segir árásirnar hafa verið heimskulegar og án hernaðarlegs tilgangs. Mynd: EPA-EFE - Utanríkisráðuneyti Bandaríkj
Bandaríkjaforseti lítur svo á að krónprins Sádi-Arabíu skuli njóta friðhelgi fyrir málsóknum vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Tyrklandi fyrir fjórum árum.

Mat Bandaríkjastjórnar er að opinber staða Mohammeds bin Salmans, sem krónprins og forsætisráðherra, ætti að vernda hann fyrir lögsókn Hatice Cengiz, tyrkneskrar ekkju Khashoggis, og mannréttindasamtaka hans.

Norska ríkisútvarpið fjallar um málið á vef sínum. Þetta álit stjórnarinnar telst ekki bindandi þar sem það er í verkahring dómara að ákvarða um friðhelgi bin Salmans.

Cengiz er sannfærð um aðild krónprinsins að andláti Khashoggis og leyniþjónustur hafa sagt að vísbendingar séu um að morðið sé runnið undan rifjum hans. 

Eftir að Joe Biden var kjörinn forseti árið 2020 hét hann að beita Sáda meiri hörku en Donald Trump forveri hans hafði gert.

Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október 2018. Þar beið hans aftökusveit sem myrti hann að því er fram kemur í gögnum tyrkneskra og bandarískra yfirvalda en lík hans er ófundið.

Khashoggi var dálkahöfundur fyrir dagblaðið Washington Post og í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann var alla tíð afar gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu og ekki síst Mohammed bin Salman sjálfan.