Veður hamlar malbikun og Reykjanesbraut því opin

17.11.2022 - 07:21
nóvember 2022
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir þar sem hlé hefur verið gert á malbikunarframkvæmdum, sem áttu að standa fram á kvöld. Þess í stað er stefnt á að loka aftur í átt til Reykjavíkur klukkan sjö í kvöld.

Gangi það eftir er stefnt á lokun til hádegis á morgun, föstudag. Vegurinn verður þá aftur lokaður fyrir umferð frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík og hjáleið um Krýsuvíkurveg. Eins og áður verður ávallt opið fyrir umferð frá Reykjavík í átt að flugvellinum.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV