Ekki enn óhætt að meta umfang skriðunnar

17.11.2022 - 16:33
Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystr / RÚV
Enn hefur ekki náðst að reikna umfang aurskriðunnar sem féll úr Kræðufelli á Grenivíkurveg í nótt. Vegurinn verður lokaður fram í birtingu í fyrramálið.

Sveinn Brynjólfsson, ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekki hafi þótt óhætt að vera á staðnum í dag þar sem ítrekað hefur verið að falla úr sama sárinu í dag.

Hingað til hafa þeir skoðað umfangið með kíki og út frá drónamyndum sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af vettvangi og hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.