Segir Rússa vilja beinar viðræður við Úkraínu

epa10308743 A local man shows his damaged home after a recent rocket attack in the village of Solonka, not far from the Western Ukrainian city of Lviv, Ukraine, 16 November 2022, amid the Russian invasion. Russia, on 15 November fired more than 90 missiles toward Ukraine, 70 of which were shot down by Ukrainian air defense, although at least 15 energy infrastructure facilities were damaged, leaving more than 7 million people without electricity, according to Deputy Head of the President's Office Kyrylo Tymoshenko.  EPA-EFE/MYKOLA TYS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segist hafa fengið veður af því frá Vesturlöndum að Rússlandsforseti leitist eftir beinum viðræðum við Úkraínu. Úkraínski miðillinn Kiyv Independent hefur eftir Zelensky að í stað viðræðna á bak við luktar dyr hafi hann boðið Rússum viðræður fyrir opnum tjöldum, þar sem Rússar hafi ákveðið að fara í opinbert stríð.

Engar viðræður hafa verið haldnar á milli ríkjanna síðan snemma eftir að átökin hófust. Þær skiluðu engum árangri.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV