NATO og greinarnar sem er hægt að virkja

16.11.2022 - 13:50
epa10040618 NATO Secretary-General, Jens Stoltenberg (L), and Spanish Prime Minister, Pedro Sanchez (R), welcome Iceland's Prime Minister Katrin Jakobsdottir, on the first day of the NATO Summit at IFEMA Convention Center, in Madrid, Spain, 29 June 2022. Heads of State and Government of NATO's member countries and key partners are gathering in Madrid from 29 to 30 June to discuss security concerns like Russia's invasion of Ukraine and other challenges. Spain is hosting 2022 NATO Summit coinciding with the 40th anniversary of its accession to NATO.  EPA-EFE/JuanJo Martin
 Mynd: EPA
Líklega brá mörgum verulega í brún við fyrstu fregnir gærkvöldsins sem gáfu í skyn að Rússar hefðu sent flugskeyti yfir landamærin til Póllands - kannski ekki viljandi, en fréttir voru mjög óljósar. Nú virðist þó flest benda til þess að loftskeytið hafi komið frá Úkraínu, sem vörn, en ábyrgðin er þó alltaf Rússa. Tal um virkjun fjórðu og jafnvel fimmtu greinar Nató-sáttmálans byrjaði. Og þess vegna er NATO, eða Atlantshafsbandalagið, stofnun þess og greinar, á dagskrá í Þetta helst í dag.

Það er ekkert grín ef kjarnorkuveldið Rússland hefði skotið flaug yfir til NATO ríkisins Póllands. Grundvallaratriðið í NATO er að bandalagsríkin 30 standa saman þegar ráðist er á eitt ríki - og Bandaríkin eru valdamesta NATO ríkið. Við spáum í hvernig fjórða og fimmta grein stofnsáttmálans hljóma og hvaða ríki tilheyra NATO. Sömuleiðis er saga NATO á Íslandi rifjuð upp, varnarsvæðisminningar og Keflavíkurgöngur. Þáttur dagsins er í umsjón Ragnhildar Thorlacius og Sunnu Valgerðardóttur.