Segir Rússa bera ábyrgð vegna innrásar

15.11.2022 - 18:59
Mynd: EPA / EPA
Forseti Póllands segir afar líklegt að eldflaug sem sprakk við þorp nálægt landamærum Úkraínu í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug; henni skotið á loft í gær, þegar Rússar gerðu víðtæka eldflaugaárás á Úkraínu. Ekkert bendi til þess að þetta hafi verið árás á Pólland. Flauginni hafi að öllum líkindum verið skotið á loft til að verjast árás, en Rússar gerðu víðtæka eldflaugaárás á Úkraínu í gær.

Tveir fórust sprengingu í þorpinu Przewodow í Póllandi, um sex kílómetra frá landamærum Úkraínu í gær. 

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í hádeginu í dag, 16. nóvember, að ekki væri hægt að kenna Úkraínumönnum um þetta. Rússar beri ábyrgð, vegna innrásar þeirra í úkraínu. 

Sendiherrar aðildarríkja NATO áttu fund í morgun í Norður-Atlantshafsráðinu eins og það er kallað, æðstu stofnun NATO. Pólverjar báðu um þennan fund í gærkvöld - en þeir hafa til þessa ekki formlega kallað eftir því að virkja fjórðu grein sáttmála bandalagsins, sem fjallar um samráð aðildarríkja, ef þau telja friðhelgi eða öryggi sínu ógnað.  

 
oddurth's picture
Oddur Þórðarson
Fréttastofa RÚV
markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
alexanderk's picture
Alexander Kristjánsson
Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir
Fréttastofa RÚV
peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV