Jólalagakeppni Rásar 2 er hafin

Mynd með færslu
 Mynd:  - Pexels

Jólalagakeppni Rásar 2 er hafin

15.11.2022 - 13:40

Höfundar

Lumar þú á jólalagi eða er kominn tími til að semja? Rás 2 auglýsir eftir framlögum í hina vinsælu Jólalagakeppni sem er nú haldin í tuttugasta sinn. Að venju eru glæsileg verðlaun fyrir sigurlagið. Frestur til að senda inn lag rennur út á miðnætti í dag 28. nóvember.

Hér er hægt að skrá sig til leiks í ár og eru reglurnar einfaldar; lagið þarf að vera frumsamið og það má ekki hafa heyrst áður opinberlega.

Skilafrestur er til miðnættis mánudaginn 28. nóvember og þá mun dómnefnd Rásar 2 velja þau lög sem keppa til úrslita. Loks er það hlutverk hlustenda og dómnefndar að kjósa sjálft sigurlagið.

Sigurvegarinn hlýtur verðlaun frá Tónastöðinni, Icewear, Tölvuteki, Joe Boxer, Sofðu rótt.is og gjafabréf frá Hótel Rangá og S4S.

Eins og í síðustu ár verður sigurlagið auk þess flutt á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar sem að þessu sinn fara fram í Laugardalshöll 17. desember. Hér má sjá gleðigjafana í Heimilstónum flytja sigurlag síðasta árs: