Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Björk hlýtur Grammy-tilnefningu

Mynd með færslu
 Mynd: Viðar Logi - björk

Björk hlýtur Grammy-tilnefningu

15.11.2022 - 18:33

Höfundar

Bandaríska tónlistarkonan Beyonce hlaut í dag flestar tilnefningar til Grammy-verðlaunanna sem afhent verða í febrúar á næsta ári. Hún hlaut alls níu tilnefningar, og er nú sá tónlistarmaður sem hefur hlotið flestar Grammy-tilnefningar í sögunni, ásamt eiginmanni sínum Jay-Z, 88 talsins. Fossora, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, hlaut eina tilnefningu.

Rapparinn Kendrick Lamar hlýtur átta tilnefningarnar og söngkonurnar Adele og Brandi Carlile hljóta sjö tilnefningar hvor.

Björk hlýtur tilnefningu fyrir bestu plötu í flokki alternative tónlistar. Fjórar hljómsveitir eru einnig tilnefndar í þeim flokki, það eru: Arcade Fire, Big Thief, Wet Leg og Yeah Yeah Yeahs. Björk hefur fimmtán sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna en aldrei hlotið þau.