Rapparinn Kendrick Lamar hlýtur átta tilnefningarnar og söngkonurnar Adele og Brandi Carlile hljóta sjö tilnefningar hvor.
Björk hlýtur tilnefningu fyrir bestu plötu í flokki alternative tónlistar. Fjórar hljómsveitir eru einnig tilnefndar í þeim flokki, það eru: Arcade Fire, Big Thief, Wet Leg og Yeah Yeah Yeahs. Björk hefur fimmtán sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna en aldrei hlotið þau.