Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Úkraínuforseti heimsækir Kherson

14.11.2022 - 11:09
In this photo provided by the Ukrainian Presidential Press Office, Ukrainian President Volodymyr Zelenskyy listens to the national anthem during his visit to Kherson, Ukraine, Monday, Nov. 14, 2022. Ukraine's retaking of Kherson was a significant setback for the Kremlin and it came some six weeks after Russian President Vladimir Putin annexed the Kherson region and three other provinces in southern and eastern Ukraine — in breach of international law — and declared them Russian territory. (Ukrainian Presidential Press Office via AP)
 Mynd: AP
Voldodymyr Zelensky, forseti Úkraínu birtist óvænt í Kherson, höfuðborg samnefnds héraðs í Úkraínu í morgun, nokkrum dögum eftir rússneskar hersveitir yfirgáfu borgina. Úkraínskir hermenn komu til Kherson á föstudag. Zelensky var viðstaddur athöfn í morgun, þar sem úkraínska þjóðfánanum var flaggað við ráðhúsið í Kherson. Zelensky ávarpaði hermenn, og sagði að stjórnvöld í Úkraínu væru tilbúin í friðarviðræður „fyrir öll svæði Úkraínu,“ eins og hann orðaði það.

 Í daglegu ávarpi sínu í gærkvöld sagði forsetinn að verið væri að rannsaka 400 tilvik um stríðsglæpi sem hermenn Rússa hefðu framið í Kherson héraði. 

Kherson er eina héraðshöfuðborgin sem Rússum hefur tekist að leggja undir sig, eftir að þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar. Hersveitir þeirra yfirgáfu borgina og svæðið um kring í síðustu viku, eftir að ljóst var að þeir gætu ekki lengur haldið úti herliði þar vegna árása Úkraínumanna á birgðalínur. 

Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV