Sambískur nemi lést á vígvellinum í Úkraínu

14.11.2022 - 16:45
Destroyed houses after a Russian attack are seen in the village Chaplyne, Ukraine, Thursday, Aug. 25, 2022. The death toll from a Russian rocket attack on a train station and the surrounding area as Ukraine celebrated its Independence Day climbed to 25, including at least two children, Ukrainian authorities said Thursday. Russia said it targeted a military train and claimed to have killed more than 200 Ukrainian reservists. (AP Photo/Inna Varenytsia)
 Mynd: AP
Sambískur háskólanemi lést á vígvellinum í Úkraínu þar sem hann barðist í her Rússa. Lemekhani Nathan Nyirenda var meðal fanga sem kvaddir voru í herinn. Hann afplánaði níu og hálfs árs dóm fyrir brot gegn rússneskum lögum, segir á Facebook-síðu utanríkisráðuneytis Sambíu.

Nyirenda var 23 ára gamall nemi í kjarnorkuverkfræði við Verk- og eðlisfræðistofnun Rússlands, MEPHI, á námsstyrk frá stjórnvöldum í Sambíu. Ráðuneytið fékk veður af andláti hans í síðustu viku. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann hafi fallið 22. september. Utanríkisráðuneyti Sambíu leitar nú svara hjá yfirvöldum í Rússlandi við því hvers vegna Sambíumaður í varðhaldi í útjaðri Moskvu hafi getað verið kvaddur til að berjast gegn Úkraínumönnum.

Þetta er í fyrsta sinn sem erlent ríki er látið vita af því að ríkisborgari þess hafi fallið á vígvellinum í Úkraínu.

Það hefur viðgengist í nokkurn tíma að málaliðasamtökin Wagner hafi fengið að sækja rússneska fanga til liðs við sig. Þá var það nýverið samþykkt á rússneska þinginu að kveða megi rússneska fanga í herinn.