Grænlenski þingmaðurinn Aaja Chemnitz, fulltrúi vinstriflokksins Inuit Atakatigitt Ataqatigiit systurflokks Vinstri grænna, nefnir þetta í samtali við fréttaskýringaþáttinn Deadline.
Hún kveðst í sjálfu sér vilja ræða við alla flokka en kveðst ekki reiðubúin að styðja stjórn með Danmerkurdemókrata Ingerar Støjberg, Danska þjóðarflokkinn Dansk folkeparti og Nye Borgerlige innanborðs.
Chemnitz kveðst lítast vel á hugmyndir Mette Frederiksen forsætisráðherra um ríkisstjórn þvert yfir miðju danskra stjórnmála.
Mikilvægast að gæta hagsmuna Grænlendinga
Mikilvægast segir hún að gæta hagsmuna Grænlendinga og lagði á dögunum fram tíu grundvallarkröfur þess efnis varðandi stjórnarmyndunarviðræður. „Ég hef ekki áhuga á hreinni, blárri ríkisstjórn,“ segir Chemnitz en hefur áður sagst áhugasöm um vinstri stjórn.
Fjögur þingsæti á danska þinginu tilheyra Færeyjum og Grænlandi og þrjú þeirra féllu rauðu blokkinni í vil, bæði sætin Grænlendinga og annað Færeyinga.
Það tryggði rauðu blokkinni minnsta mögulega meirihluta á þinginu eða níutíu sæti. Þrír danskir stjórnmálaleiðtogar létu fljótlega hafa eftir sér hálfgerða vanþóknun á því að rauða blokkin hafði betur með fulltingi kjósenda á Norður-Atlantshafssvæðunum.
Það voru þeir Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Moderaterne, Søren Pape Poulsen leiðtogi Íhaldsmanna og Alex Vanopslagh, leiðtogi Frjálslynda bandalagsins.