Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

11.000 manns sagt upp hjá Meta

epa06660350 CEO of Facebook Mark Zuckerberg testifies before the Senate Commerce, Science and Transportation Committee and the Senate Judiciary Committee joint hearing on 'Facebook, Social Media Privacy, and the Use and Abuse of Data' on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 10 April 2018. Zuckerberg is testifying before two Congressional hearings this week regarding Facebook allowing third-party applications to collect the data of its users without their permission and for the company's response to Russian interference in the 2016 US presidential election.  EPA-EFE/SHAWN THEW
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og forstjóri og aðaleigandi Meta Mynd: EPA
Stjórnendur samfélagsmiðlasamsteypunnar Meta, sem á Facebook, Instagram og WhatsApp, tilkynntu í gær að til standi að segja 13 prósentum alls starfsfólks upp störfum á næstunni. Þetta þýðir að um 11.000 af 87.000 manna starfsliði samsteypunnar, víða um heim, missir vinnuna.

Mark Zuckerberg, forstjóri og aðaleigandi Meta, segir í yfirlýsingu að þessar fjöldauppsagnir séu „sársaukafyllstu breytingar“ sem hann hafi þurft að gera í sögu fyrirtækisins og bað þau sem sagt er upp forláts.

Ástæða uppsagnanna er að sögn Zuckerbergs óraunhæfar langtímavæntingar um vöxt og arðsemi fyrirtækisins, sem byggðust á auknum hagnaði þess í heimsfaraldrinum. Þróunin hafi hins vegar snúist til hins verra eftir faraldurinn og hagnaðurinn dregist saman, sem hefði meðal annars þessar afleiðingar í för með sér. „Ég misreiknaði mig og ber sjálfur ábyrgð á því,“ segir forstjórinn.

Skammt er síðan Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri Twitter, sagði um það bil helmingi alls starfsfólks fyrirtækisins upp störfum, og einnig hefur verið gripið til fjöldauppsagna í fleiri net- og hátæknifyrirtækjum, segir í frétt BBC.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV