Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Er internetheimur Zuckerbergs bara bóla?

09.11.2022 - 13:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Mark Zuckerberg ætlar að reka 11.000 starfsmenn META, móðurfyrirtækis Facebook, Instagram og Whatsapp, í dag. Þetta eru um 13 prósent af starfsflota fyrirtækisins og er gert vegna niðurskurðar. Fyrirtækið Facebook inc. fékk þetta nýja nafn, META, fyrir um ári síðan. Nýja nafninu er ætlað að endurspegla betur breytta stefnu tæknirisans, en forstjóri og stofnandi Facebook, nú Meta, Mark Zuckerberg leggur höfuðáherslu á þróun nýs sýndarveruleikaheims, the Metaverse.

Þar mun fólk ekki einungis geta leikið sér og varið stundum með vinum og fjölskyldum heldur einnig lagt stund á vinnu og viðskipti. En það gengur ekkert rosalega vel hjá Zuckerberg. Verðgildi META hefur fallið um 700 milljarða dollara frá upphafi þessa árs. 230 milljarðar hurfu á einu bretti í febrúar, mesta verðgildislækkun fyrirtækis á einum degi í sögu Bandaríkjanna. Það hafa nefninlega ekki allir sömu sýn á Metaverse og Zuckerberg og hans fólk, enda hafa hlutabréfin fallið um ríflega 70 prósent á árinu. Snorri Rafn Hallson fjallar um META, söguna og stöðuna, í Þetta helst í dag.